SAMTÖK UM BÆTTA HEILSU HAFSINS
Hafbjörg
Um Hafbjörgu
Hafið er óaðskiljanlegur hluti loftslagsins og sem slíkt fer það ekki varhluta af þeim neikvæðu áhrifum sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á vistkerfi. Rúmlega fjórðungur alls útblásturs á koltvísýringi endar í hafinu og veldur súrnun. Hafið tekur til sín meira en 90% af þeirri hitaaukningu sem orðið hefur í heiminum af völdum gróðurhúsaáhrifa. Þrátt fyrir þetta er ekki minnst á hafið, eða áhrif loftslagsbreytinga á hafið, í Parísarsáttmálanum - mikilvægasta alþjóðasáttmála um viðbrögð við loftslagsbreytingum.
Hafbjörg - Samtök um bætta heilsu hafsins hafa það að markmiði að auka vitund og þekkingu almennings og hagaðila á þeim hættum sem steðja að hafinu sökum loftslagsbreytinga og á tækifærunum á því að nýta hafið sem hluta af lausninni. Samtökin munu standa fyrir upplýsingafundum og viðburðum auk þess að gefa út fræðsluefni tengt ýmsum málefnum haftengdra lausna með það fyrir augum að stuðla að upplýstri umræðu og miðla þekkingu.
Að samtökunum standa fyrirtæki og stofnanir sem starfa hér á landi og vinna með einum eða öðrum hætti að rannsóknum, þróun, eða framgangi lausna tengdum bættri heilsu hafsins.